Sigurður Nordal

Sigurður Nordal (14. september 188621. september 1974) var íslenskur fræðimaður, prófessor við Háskóla Íslands, rithöfundur og skáld. Sigurður gegndi embætti sendiherra Íslands í Danmörku frá 1951-1957.

Sigurður var áhrifamikill í þróun kenninga um Íslendingasögurnar, en hann hélt því fram að sögurnar væru verk einstakra höfunda. Snemma á 21. öldinni eru verk hans og kenningar enn mikils virtar. Orðspor Sigurðar náði langt út fyrir landssteinana. Erlendir fræðimenn töluðu um „íslenska skólann“ í miðaldarrannsóknum og vísuðu þá til verka Sigurðar. Hann stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík og gegndi þar embætti forseta Framtíðarinnar árið 1905[1]. Sigurður er einnig þekktur fyrir smíði nýyrðisins „tölva“, en áður en að það orð kom til sögunnar voru tölvur ýmist kallaðar enska nafninu „computer“ eða íslensku heitunum rafeindaheilar og rafeindareiknir.

Kona Sigurðar var Ólöf Jónsdóttir Nordal (1896-1973) og synir þeirra eru Jóhannes Nordal félagsfræðingur og fyrrverandi seðlabankastjóri og Jón Nordal tónskáld og fyrrverandi skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík.

Útgefin verk Sigurðar

  • 1919 Fornar ástir
  • 1920 Snorri Sturluson
  • 1924 Völuspá
  • 1925 Sókrates: varnarræða Sókratesar, Kriton og Fædon (brot)
  • 1928-36 Gráskinna; þjóðsögur sem Sigurður safnaði ásamt Þórbergi Þórðarsyni.
  • 1940 Hrafnkatla
  • 1942 Íslensk menning
  • 1943 Áfangar I. Líf og dauði og aðrar hugleiðingar.
  • 1944 Áfangar II. Svipir.
  • 1946 Uppstigning; leikrit.
  • 1950 Skottið á skugganum; vísur og kvæði.
  • 1953 Egils saga og Skáldatal
  • 1954 Alþingishátíðin 1430
  • 1960 Skiptar skoðanir.
  • 1962 Gráskinna hin meiri.
  • 1963 Aldamót
  • 1968 Um íslenzkar fornsögur; Árni Björnsson þýddi Sagalitteraturen eftir Sigurð.
  • 1987 Einlyndi og marglyndi: Hannesar Árnasonar fyrirlestrar.

Ritsafn Sigurðar Nordals hefur komið út í 12 bindum:

  • Mannlýsingar 1–3. Almenna Bókafélagið 1986.
  • List og lífsskoðun 1–3. Almenna Bókafélagið 1987.
  • Fornar menntir 1–3. Almenna Bókafélagið 1993.
  • Samhengi og samtíð 1–3. Hið íslenska bókmenntfélag 1996.

Tilvísanir

  1. „Forsetar Framtíðarinnar frá 1883“. Menntaskólinn í Reykjavík.

Tengt efni

Tenglar


Fyrirrennari:
Sigurður Lýðsson
Forseti Framtíðarinnar
(19051905)
Eftirmaður:
Einar Páll Jónsson


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!