Shrewsbury er borg í Shropshire, Englandi. Íbúar voru um 72.000 árið 2011.
Shrewsbury er gamall markaðsbær og í gamla bænum er skipulag gatna frá miðöldum. Charles Darwin fæddist í bænum og er þar haldin árlega hátíð í febrúar honum til heiðurs. Einnig er vinsæl þjóðlagahátíð í Shrewsbury í lok ágúst.