Sam Dunn (f. 20. mars árið 1974) er kanadískur kvikmyndargerðarmaður, mannfræðingur og tónlistarmaður.
Ásamt Scot McFadyen rekur Dunn kvikmyndafyrirtækið Banger Films. Dunn hefur gert heimildamyndir um þungarokk, undirgreinar þess og stöðu á heimsvísu ásamt mynda um einstaka hljómsveitir eins og t.d. Iron Maiden.
Dunn heimsótti Eistnaflug í Neskaupstað árið 2016 þar sem hann tók viðtal við hljómsveitir og tók þátt í umræðupanel um þungarokk.
Heimildamyndir og þættir
2005 Metal: A Headbanger's Journey
2008 Global Metal
2009 Iron Maiden: Flight 666
2010 Rush: Beyond The Lighted Stage
2011 Metal Evolution (Þættir 1-11, þáttur 12 kom út 2012)
2011 Time Machine 2011: Live in Cleveland (Rush tónleikar)
2011 Motorhead The Wörld Is Ours: Vol 1 - Everywhere Further Than Everyplace Else
2012 En Vivo! (Iron Maiden tónleikar)
2014 Super Duper Alice Cooper
2015 Banger TV (Lock Horns, Overkill)
2015 Rock Icons
2015 Satan Lives
2016 We Are Savvy
2016 Hip-Hop Evolution
2017 Long Time Running
2019 ZZ Top: That Little Ol' Band from Texas
2021 "Triumph: Rock & Roll Machine"
Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!