Salsa er ekki ein tónlistarstefna heldur frekar samheiti yfir margar tónlistarstefnur. Orðið salsa þýðir sósa á spænsku og er það góð myndlíking fyrir salsa því tónlistin er samblanda af mörgum tónlistarstefnum, mismunandi hljómföllum og mörgum framandi hljóðfærum.[1] Salsatónlist er danstónlist, rúmba, mambó og tjsa- tjsa-tjsa sem eru þekktar tónlistarstefnur og dansstegundir. Áður fyrr var fólk meðvitað um hvaða tónlistarflokk innan salsa væri verið að spila út frá einkennum hverrar stefnur fyrir sig. En í dag þekkja flestir einungis nafnið salsa og finnst það skemmtileg tónlist en vita í raun ekki hvað salsa er. Suðuramerískar tónlistarstefnur eins og rúmba, mambó, guaracha og margar fleiri tónlistarstefnur þróuðust út í það að mynda einn tónlistarflokk, salsa.
José Mangual tónlistarmaður frá New York útskýrir hvernig hann upplifir Salsa og tónlistarflokkana.
„Ég fór eitt sinn til Þýskalands og datt inn á tal við þjóðverja. Ég sagði þeim að ég væri tónlistarmaður og þeir urðu hrifnir og spurðu mig hvernig tónlist ég spilaði. Ég sagði að ég spilaði salsa og þeir urðu enn hrifnari. En hefði ég sagt guaracha þá hefðu þjóðverjarnir ekki vitað hvernig tónlistarstíl ég spilaði.“[2]
Þetta þekkingarleysi um tónlistarstefnuna salsa er til staðar í dag en áður fyrr vissu flestir hvað guaracha var sem er ein af grunnstefnum salsa. Til þessa að ná frama sem salsatónlistarmaður þarf að kynna sér allar þessa tónlistarstefnur sem koma saman í salsa.
Sagan
Salsa er tónlist sem á rætur sínar að rekja langt aftur í aldir. Rekja má salsa til þræla sem komu til Kúbu frá Afríku.[3] Þá varð til tónlist og dans sem átti eftir að lifa á komandi öldum. Salsa var fyrst skráð, kynnt og markaðsett árið 1970. Það voru innflytjendur frá Kúbu, og Puerto Rico sem tóku með sér tónlistarmenningu landa sinna og fluttu til New York og þar varð til tónlistarlegur suðupottur.[4] Margar tónlistarstefnur komu saman. Þetta var Rúmba, Son, guaracha, tsja-tsja- tjsa, mambó, bóleró, Danzón og plena. Áður en að salsa var markaðsett í New York lifðu allar þessar stefnur í borginni. Það var einn staður í New York umfram aðra sem bauð fólki upp á þessar stefnur. Fólkið gat hlustað á þær og dansað með. Þessi staður hét Palladium Ballroom og var hann frægur fyrir að spila latin tónlist. Þarna kom saman fólk af ýmsum kynþáttum og naut þess að dansa og hlusta á skemmtilega tónlist.[5] Tónlistin sem var spiluð á þessum stað var fjölbreytt og kom frá eyjunum í karabískahafinu. Ef fólk var hrifið af latin tónlist gat það alltaf fundið tónlistina sem að því líkaði best á Palladium Ballroom. Til þess að auka fjörið í dansinum og gera hann þokkafyllri tóku hljómsveitastjórar upp á því að spila hraðari takt og auk þess kölluðu þeir „salsa“ nokkrum sinnum í hverju lagi. Þannig varð tónlistarstefnan salsa til.
Hljóðfæri
Hjóðfærin sem leikið er á í salsa eru takföst hljóðfæri, strengjahljóðfæri , píanó og blásturshljóðfæri.
Taktföstu hjóðfærin eru, Bongó trommur, kúabjöllur, timbales trommur, kóngótrommur, claves, guiro og maracas.
Cuban Clave eru tveir viðarhólkar sem eru slegnir saman og það myndast taktfast hljóð. Á íslandi þekkjum við þetta sem stafir. Haldið er á staf í vinstri hendi og síðan er slegið á hann með staf í hægri hendi. Nokkrar tegundir eru til af stöfum sem henta hverju hljómfalli fyrir sig. Stafir eru einfaldir en sá sem spilar á stafina er án vafa mikilvægasti hljóðfæraleikarinn í hljómsveitinni. Það er í raun magnað hvað þessir tveir stafir gera mikið fyrir tónlistina.[6]
Timbales er tegund af trommu. Tromman samanstendur af tveimur sneriltrommum sem standa á járnstandi. Á standinu eru einnig tvær mismunandi stórar kúabjöllur og einn viðarbútur (e. Woodblock).[7]
Kóngatrommur eru trommur sem standa sjálfar eða haldið er á þeim á milli fótanna. Trommurnar eru gerðar úr við. Slagverksleikarinn getur verið með allt upp í fimm trommur fyrir framan sig og hafa þær allar sitthvort hljómfallið. Hljómfallið getur verið mismunandi djúpt, opinn tónn eða lokaður.[8]
Bongótrommurnar eru einnig gerðar úr við eða trefjagleri. En þær eru mun minni að stærð. Tromman samanstendur af tveimur litlum trommum sem gefa háan tón. Spilað er á trommurnar með fingurgómunum sem gefur grunntakt.[9]
Guiro líkjast hristum sem eru með hrufóttan við. Strokið er niður eftir hrufótta viðnum og þá kemur skemmtilegt hljóð.
Maracas er sem gefur taktinn.
Tres gítar er sólóhljóðfæri. Þetta er mjög sérstakur gítar sem hefur einungis þrjá strengi. Gítarinn er venjulega stiltur í c-dúr og stundum er hann stilltur í d- dúr. Gítarinn er stundum sextrengja og þá er hann kallaður tvöfaldur tres gítar.[10]
Kontrabassi er stærsta og dýpsta strengjahljóðfærið sem hefur strengina E, A, D og G. Hann heldur hjómaganginum í gegnum lagið.[11]
Þetta eru hljóðfærin sem mynda grunninn í þessari tónlist. Píanó og trompet eru einnig hljóðfæri sem er spilað á og gera tónlistina litríkari.
Tónlistarstefnur sem mynda salsa
Tónlistarstefnur sem koma saman í salsa hafa sitthvort hljómfallið. Allt eru þetta tónlistarstefnur sem eru aðallega þekktar fyrir það hvernig fólk dansaði við tónlistina. Tónlistarstefnurnar koma frá ýmsum löndum. Má þar nefna Rúmbu, Son, Guajira, Boleró, Son montuno og Guaracha sem kom frá Spáni.
Rúmba kom fyrst til sögunnar. Rúmba kemur frá Kúbu og spratt upp í hafnarborginni Matanza. Rúmba greinist í þrjá þætti yambú, guaguancó og columbia. Þessir flokkar rúmbu hafa sitt séreinkenni. Yambú er elsti flokkur rúmbu og einkenni hans eru að spilað var á trommur sem líkjast kassa sem er tómarúm að innan og er hann settur á milli fótanna og svo slegið á viðinn. Þessar trommur kallast Cajones. Stafir og hristur (e. maragua) eru einnig hljóðfæri í þessum flokki. Yambú er hægur taktur en guaguancó einkennist af hraðari takti.[12] Hljóðfærin er í grunnin þau sömu en hafa þróast aðeins þá aðallega trommurnar. Trommurnar heita tumbadors (Conga trommur) sem eru aðal ásláttarhljóðfærið í suðuramerískri tónlist. Columbia er þriðji stíllinn og er hann með flóknari hrynjanda. Rúmba lög eru í meginatriðum með sömu uppbyggingu. Yambú -og guaguancólögin byrja á því að stafirnir gefa taktinn með fimm nótna mynstri sem er hjartslátturinn í gegnum allt lagið. Trommurnar koma síðan inn með lagskiptum takti og svo gefur aðalsöngvarinn tóninn. Columbiulögin eru með sama grunn, nema að lögin byrja á því að slá á kúarbjöllu og stafir eru ekki alltaf með.[13]
Son er mikilvægt hjómfall, einkennist af því að aðalnótan er upptaktur á öðru slagi í staðinn fyrir á fyrsta slagi. Í grunninn er hljóðfærin í tónlistarstefnunni sex. Það eru bongótrommur, tres gítar, spænskur gítar, maracas sem er hrista, bassi og kúbversku stafirnir (e. cuban claves). Upptakturinn er framkvæmdur af þessum hljóðfærum. Þetta tónlistarform þótti siðlaust og var bannað á fyrri hluta tuttugustu aldar. Son sextettinn bætti við sig hljóðfærum smátt og smátt og þannig þróaðist stefnan og til urðu önnur afbrigði af son. Þetta breyttist í Afró-Son, boleró- son og Guajira-son þegar trompetið kom til sögunnar. Þróaðist þetta enn frekar í Son Montuno þar sem tumbadors trommurnar, píanó og þremur fleiri trompetum var bætt við. Nú þegar öll þessi hljóðfæri eru komin til sögunnar myndaðist enn eitt afrigði af tónlistartefnunni Son. Guaracha kom til sögunnar og einkennist af örlitið hraðari takti. Guaracha er því talin vera burðarásinn í salsa.[14]
Salsa inniheldur fleiri tónlistarstefnur sem koma meðal annars frá Puerto Rico. Þær heita plena og bomba. Danzón á síðan rætur sínar að rekja til Frakklands, tónlistarstefnur frá Kúbu eru carnival conga, ballroom conga, tjsa, tjsa, tjsa og diabló svo eitthvað sé nefnt.
Tónlistarmenn
Arsenio Rodriguez var frumkvöðull í kúbverskri tónlist. Hann var vel þekktur á Kúbu. Hann spilaði á tres gitar. Hann var mjög hæfileikarríkur tónlistarmaður, samdi tónlist og var góður hljómsveitastjóri. Snemma á fjórða áratugnum innleiddi hann nýja stefnu sem heitir Conjunto. Þar bætti hann hljóðfærum við band sem samastóð af sjö hljóðfærum. Þetta breytti kúbverskri tónlist til frambúðar. Hann fékk innblástur úr afrískri menningu sem hann nýtti í tónlistina. Tónlistin var eins afrísk og hún gat verið. Arsenio settist að í New York á seinni hluta fimmta áratugarins og þar vann hann með flottu listafólki. Á þessum tíma í lífi hans var hann að verða blindur og dó hann bláfátækur árið 1970. Arsenio kom oft fram á dansstaðnum Palladium Ballroom. Hljómsveitin hans var ein sú vinsælast sem kom fram á þessum stað.[15]
Tito Puente er ættaður frá Puerto Rico en bjó í New York. Hann fæddist 1923 og dó árið 2000. Hann var mjög virtur í þessum tónlistarheimi. Hann var kallaður „kóngurinn“. Hann var trommuleikari og spilaði af miklum krafti á timbales trommur. Hann var þekktur fyrir útsetningar sem eru sígildar í þessari tónlist. Hann lagði sitt af mörkum í því að gera tónlist frá eyjunum í Karbískahafinu eftirsóknarverðar. Hann spilaði í meira en 60 ár og lætur hann eftir sig 140 plötur. Tito Puente var ekki hlynntur því að gera allar þessar tónlistarstefnur að einni. En hann gerði það því fólkið vissi frekar hvað salsa væri heldur en son- montuno.[16]
Celia Cruz var talin vera drotting Salsa tónlistarinnar. Hún var glimrandi tónlistarmaður sem söng margar tegurndir af salsa. Hún var kontraalt með gleðilegan tón. Kynþokki hennar heillaði áhorfendur af mismunandi þjóðernum. Hún kom fram í meira en fimm áratugi og gaf út fleiri en 50 hljómplötur.[17]
Buena Vista Social Club er hljómsveit sem samanstendur af Kúbverjum. Nafn hljómsveitarinnar má rekja til næturklúbbs sem var til á Kúbu á fyrrihluta 20. aldar. Þeir eru frægasta hljómsveit Kúbu og hafa fengið Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína. Meðlimir hljómsveitarinnar eru flestir mjög gamlir og voru margir hættir að spila þegar þeim voru kallaði saman til þessa að gera fyrstu plötuna árið 1996. Platan var gefin út árið 1997 og seldist hægt í byrjun en nú hefur selst í átta milljónum eintaka. Hljómsveitin er dugleg við að breiða tónlistarstefnunni salsa út um allan heim.[18]