Sundlaugin Versölum eða Salalaug er ein af tveimur sundlaugum í Kópavogi. Hún er staðsett að Versölum 3. Við sundlaugina er íþróttamiðstöð með 4.095 fermetra íþróttasal með fimleikaðstöðu fyrir Íþróttafélagið Gerplu. Laugin opnaði 22. apríl 2005 og helgina þar á eftir var ókeypis fyrir alla í sundlauginna.[1]
Aðalsundlaugin er 25x15 m að stærð og dýptin er frá 1 m – 1,6 m. Hitastigið er um 29°. Iðulaugin er eitt af einkennum Versala-laugarinnar. Þar eru nuddstútar og legubekkir og rúmgott svæði fyrir þá sem vilja slaka á. Hitastigið er um 38°. Innilaugin er 16.67x10 m að stærð og 0,75-0,9 m að dýpt. Hitastigið er 33-34°. Laugin er tilvalin fyrir ungabörn og yngri sungesti og í henni fer fram skólasund yngri barna grunnskólanna. Í sundlauginni Versölum er einnig að finna rennibraut, tvo heita potta og svokallað vatnsorgel.
Tengt efni
Tenglar
Heimild
64°5.551′N 21°51.293′V / 64.092517°N 21.854883°V / 64.092517; -21.854883