Súlú (isiZulu) er suðurbantúmál í ngúní-ætt talað í Suður-Afríku af Súlúum. Um það bil 10 milljónir manns hafa súlú af móðurmáli, en flestir þeirra búa í héraðinu KwaZulu-Natal. Súlú er útbreiddasta heimamálið í Suður-Afríku (24% íbúa) en 50% íbúa hafa einhverja færni í málinu. Árið 1994 var það gert að opinberu máli í Suður-Afríku ásamt 10 öðrum málum.
Súlú er annað mest talaða bantúmálið á eftir svahílí. Eins og önnur bantúmál er súlú ritað með latneska stafrófinu.