Súfismi

Spunadervisar á Rumi-hátíð árið 2007.

Súfismi (arabíska: ٱلصُّوفِيَّة‎) er safn lífsgilda, trúarkenninga, siða og stofnana sem tengjast dulspeki í íslam og er ýmist skilgreint sem „íslömsk dultrú“ eða „innri vídd íslams“. Súfismi varð snemma til í sögu íslams og er mikilvægasta birtingarmynd dulspeki innan trúarbragðanna. Fylgjendur eru nefndir súfar eða dervisar.

Ýmsar súfistareglur (tariqa) hafa komið upp í sögunni í kringum stórmeistara, eða wali, sem rekur þekkingu sína í gegnum röð kennara allt til Múhameðs spámanns. Langflestar súfistareglur tilheyra súnní íslam, en nokkrar urðu líka til seint á miðöldum innan sjía íslam.

  Þessi menningargrein sem tengist trúarbrögðum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!