Sænska úrvalsdeildin eða Allsvenskan er efsta deildin í knattspyrnu karla í Svíþjóð. Deildin var stofnuð árið 1924 og fyrir þann tíma var hún kölluð Svenska serien. Árið 2008 var liðum í deildinni fjölgað úr 14 í 16.
Keppnin
16 lið keppa í deildinni. Tímabilið byrjar í mars og endar í október. Hvert lið spilar við hvort annað tvisvar, einu sinni með heimaleik og einu sinni með útileik, í 30 leikjum alls. Tvö neðstu lið deildarinnar falla í Superettan og tvö efstu lið úr Superettan koma í þeirra stað. Þriðja neðsta liðið í sænsku úrvalsdeildinni spilar umspilsleik gegn þriðja efsta liði í Superettan.