Rush var kanadísk framsækin rokkhljómsveit sem stofnuð var árið 1968. Sveitin hóf ferilinn í blúsrokki en síðan þróaðist tónlistin í framsæknari átt og textagerðin varð fantasíu og vísindaskáldsögutengd. Á 9. áratugnum notaðist sveitin mikið við hljómborð og hljóðgervla en hvarf aftur til gítarriffa á 10. áratugnum. Sveitin hefur haft áhrif á marga rokktónlistarmenn og hlotið ýmsar viðurkenningar. Árið 2015 fóru meðlimirnir í sitt síðasta tónleikaferðalag en þremur árum seinna var tilkynnt að þeir hyggðust hvorki spila meir á tónleikum né taka upp nýja tónlist.
Meðlimir
Geddy Lee – söngur, bassi og hljómborð (1968 – 2018)