Runavík

Höfnin í Runavík.
Staðsetning.

Runavík er þéttbýlisstaður í Skálafirði á Austurey í Færeyjum. Þorpið er það yngsta í Skálafirði en elstu hús eru frá 1916. Íbúar eru 531 talsins (2015).

Höfnin í Runavík er mikilvæg höfn í Færeyjum. Fiskiskip, vöruflutningaskip og skemmtiferðaskip leggjast þar að.

Í bænum er góð íþróttaaðstaða; fótboltavöllur, íþrótta og fimleikahöllin Bylgjan. Íþróttafélög eru: fótbóltsfelagið NSÍ (Nes Sóknar Ítróttarfelag), badmintonfelagið Nápur, hondbóltsfelagið Tjaldur og Bogaskjótingarfelagið Ørvur. Skátafélagið KFUM Skótarnir er þar einnig.

Heimildir

Enska Wikipedia(en) Færeyska Wikipedia Skoðað 18. apríl, 2017

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!