Félix Rubén García Sarmiento (18. janúar 1867 – 6. febrúar 1916) var blaðamaður og skáld frá Níkaragva sem notaði skáldanafnið Rubén Darío. Hann er kallaður „faðir módernismans“ í spænskum bókmenntum þar sem hann var fyrstur til að yrkja á spænsku í anda nýrra tíma í ljóðagerð.