Ravenna er borg í Emilía-Rómanja-héraði á Ítalíu. Borgin er stærsta borgin í Rómanja-hluta héraðsins með 158.784 íbúa (31. desember 2013). Borgin er inni í landi, en tengist Adríahafi með skipaskurðinum Candiano o Corsini. Ravenna hefur tvisvar verið höfuðborg; fyrst Vestrómverska ríkisins, síðan konungdæmis Austgota. Núna er borgin höfuðstaður samnefndrar sýslu.