Pétur Pan er leiksýning sem var sett upp í Borgarleikhúsinu af Leikfélagi Reykjavíkur árið 1998. Leikritið byggir á söguhetjunni Pétri Pan, sem sköpuð var af J. M. Barrie. Karl Ágúst Úlfsson þýddi og samdi texta en tónlistin var í höndum Kjartans Ólafssonar. María Sigurðardóttir leikstýrði og með hlutverk Péturs og Vöndu fóru Friðrik Friðriksson og Edda Björg Eyjólfsdóttir.
Lögin
- "Langar þig"
- "Vögguvísa"
- "Strúturinn"
- "Hvar er pétur?"
- "Sjóræningjasöngur"
- "Indjánadans"
- "Söngurinn um Húsið"
- "Hafmeyjalón"
- "Menúett"
- "Minning"