Poul Huitfeldt

Poul Huitfeldt (um 15201592) eða Páll Hvítfeldur var danskur aðalsmaður sem var höfuðsmaður á Íslandi og síðar ríkisstjóri í Noregi.

Hann var yngri bróðir Christoffers Huitfeldt, sem var hirðstjóri á Íslandi 15411542 og handtók Ögmund biskup. Poul var í þjónustu bróður síns í Noregi og var sendur til Íslands sem 1552 til að ganga frá ýmsum málum tengdum siðaskiptunum. Meðal annars var honum falið að koma á skólum á Hólum og í Skálholti, sem hann og gerði og gaf út reglugerð um starfsemi skólanna sama ár. Hann kom svo aftur til Íslands tvö næstu ár og var hér að minnsta kosti einn vetur.

Heimkominn til Danmerkur fékk hann góð lén að launum fyrir vel unnin störf. Í Sjö ára stríðinu stýrði hann vörnum Halmstad og lenti þar í erfiðu umsátri Svía um bæinn. Eiríkur 14. Svíakonungur bauð honum 2200 dúkata fyrir að gefast upp en Huitfeldt sagðist ekki selja eiða og æru en gæti látið hann fá púður og blý. Bæjarbúar vörðust af hörku og Svíana þraut örendið, þeir hættu umsátrinu skömmu áður en Friðrik 2. Danakonungur kom á vettvang með her sinn. Huitfeldt varð frægur fyrir vörnina og naut mikillar hylli og 1572 var hann gerður að ríkisstjóra í Noregi. Þar lét hann mjög til sín taka, bætti stjórnarhætti mjög og lét meðal annars gera jarðabók. Hann sagði af sér embætti 1577 vegna heilsubrests.

Heimildir

  • „Poul Huitfeldt hjá Projekt Runeberg“.


Fyrirrennari:
Eggert Hannesson
Hirðstjóri
(15521554)
Eftirmaður:
Knud Stensen


Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!