Lónið á milli Portland og Weymouth er ein af stærstu manngerðu höfnum heims, Portlandhöfn. Höfnin var búin til á 19. öld með því að gera fjóra langa brimgarða sem loka lónið af. Um leið var Portland gerð að flotastöð Konunglega breska sjóhersins. Flotastöðinni var lokað árið 1995. Árið 2000 var siglingaskólinn Weymouth and Portland National Sailing Academy opnaður á Portlandeyju.