Philip Henry Wicksteed (f. 25. október1844 – d. 18. mars1927) var áhrifaríkur á sviði enskrar jaðar hagfræðilegrar hugsunar (e.: marginalist economics). Hann var talinn hreinstefnumaður í jaðarkenningunni, eða „jaðarbyltingarmaður“, þá sérstaklega þegar það kemur að sambandinu á milli jaðargreiningar og breytinga á stærðargráðum framleiðslu.[1]
Víðtæk áhugasvið hans voru mótuð af fjölbreyttri blöndu af guðfræði, heimspeki, bókmenntum og hagfræði.[2]
Æviskeið
Yngri árin
Philip H. Wicksteed fæddist í Leeds á Englandi. Faðir hans var prestur í únítarakirkjunni og fjölskyldan fylgdi þeirri trú. Þegar Wicksteed var 10 ára flutti fjölskyldan í lítið þorp fyrir utan Bristol.
Menntun Wicksteed hófst í University College School í London og þar á eftir University Collage London í framhaldsnám sem ungur maður, þar sem hann fékk B.A. gráðu árið 1864. Þar á eftir fór hann til Manchester New College þar sem hann fékk M.A. gráðu árið 1867.
Árið 1867 varð Wicksteed prestur fyrir únitara kirkjuna líkt og faðir sinn. Fyrsta staðan hans sem prestur var í bænum Taunton í Somerset sem var kynni hans af bágum lífskjörum sóknarbarna hans í Dukinfield nálægt Manchester. Það var á þessum tíma þar sem Wicksteed kynntist ritum Auguste Comte sem leiddi huga hans að hagfræði.
Fræðileg vegferð Wicksteeds var mótuð að miklu leyti af biblíusögunni, þá sérstaklega hollenski „Historical-Critical“ skóli biblíurannsókna. Hann lærði hollensku til þess að þýða guðfræðirit en hún kom einnig að góðum notum þegar kom að hollenskum rannsóknum á hagfræðilegum greiningum og ritum.
Árið 1874 flutti Wicksteed til London þar sem hann varð prestur í Little Portland Street kapellunni. Þar varð hann lærlingur James Martineau í næstu tvo áratugi sem var þekktur únitari. [3].
Seinni árin
Á seinni árum hélt Wicksteed áfram með ástríðuna sína á Dante Alighieri og öðrum bókmenntum. Hann eyddi tíma sínum í þýðingu og kennslu á ritum Dante, sérstaklega eftir að hafa komið sér fyrir út í sveit í Berkshire. Þýðingar, fyrirlestrar og önnur starfsemi Wicksteed voru hátt metin víða, og mótaði það hans ímynd í huga almúgans sem virtur fræðimaður á sviðum hagfræði og bókmennta.[3]
Wicksteed hélt þessum ferli áfram þar til hann dó árið 1927. Áhrif hans á hagfræði og bókmenntir voru markverð og mikil. Hér má nefna þegar Lionel Robbins (1933) bendir á að fáir menn hafi getað blandað hugmyndum frá eins ólíkum fögum eins og guðfræði, bókmenntum og hagfræði af svona miklu afbragði.[2]
Helstu Verk og Fræðileg Framlög
The Alphabet of Economic Science (1888)
Fyrsta marktæka framlag Wicksteed á sviði hagfræðarinnar kom út árið 1888, The Alphabet of Economic Science. Bókin þjónaði aðallega þeim tilgangi að vera inngangur að hagfræði, þar sem hann kynnir lesendum fyrir nytjakenningu verðmætis (e.: utility theory of value) og grundvallar stærðfræðigreininga. Byggir bókin að mestu leyti á hugmyndum William Stanley Jevons (1835), um jaðarnytjar (e.: marginal utility). Wicksteed á heiðurinn á að dreifa hugmyndum eins og jaðarnytjar. Jaðarnytjar reynir að túlka aukna vellíðan eða betrumbætingu lífsgæða sem neytandinn öðlast við það að fá auka einingu af vöru eða þjónustu.[2]
Essay on the Co-ordination of the Laws of Distribution (1894)
Í ritinu skoðar Wicksteed hugmyndina um jaðarframleiðni dreifingar. Hann rökstyður þar að heildar þóknun af öllum framleiðsluþáttum væri nákvæmlega jafnt og heildar tekjur framleiðanda. Einnig neitar hann hugmyndinni um það séu afgangsþættir í dreifingu, segir þar að markaðir í samkeppni ráðstafa ágróða nákvæmlega til allra árangursríkra þátta miðað við þeirra jaðar framlag. Náði ritið að gera jaðarhyggju að markverðum hluta af hagfræðinni.[2]
Common Sense of Political Economy (1910)
Árið 1910 gaf Wicksteed út Common Sense of Political Economy sem er talin vera hans víðtækasta rit. Þar kemur hann með greiningu í smáatriðum á jaðarkenningunni en sleppir samt stærðfræðilegri greiningu á kenningunni. Þrátt fyrir að bókin hafi ekki verið byggð á stærðfræðilegum undirstöðum var hún samt heiðruð fyrir það vera ítarleg og heilsteypt. Í bókinni tekur Wicksteed einnig gagnrýnandi afstöðu á hefðbundinni framsetningu á eftirspurnar ferlinu og telur hana vera villandi. Wicksteed bendir á að í staðinn ætti að vera gerð greining á eftirspurn sem hnitmiðar sig við allan lager af vörum á markaði, sem og þær vörur sem eru í einstaklings haldi. Hér setur hann fram nýja framsetningu á það sem hann kallar „umsnúin ferill eftirspurnar“.[2]
↑ 2,02,12,22,32,4Faccarello, Gilbert; Kurz, Heinz D. (2016). Handbook on the History of Economic Analysis, Volume I: Great Economists since Petty and Boisguilbert. Edward Elgar Publishing.
↑ 3,03,1Fonseca, Gonçalo L. „Philip Henry Wicksteed, 1844-1927“. The History of Economic Thought Website. Institute for New Economic Thinking. Sótt 7. september 2024.
Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!