Pete sóttist eftir tilnefningu Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar 2020. Hann vann fyrsta forval flokksins í Iowa og í febrúar lenti í öðru sæti í New Hampshire forvalinu og var því í fyrsta sæti forvalsins í átta daga. Hann átti ekki eftir að vinna nein fleiri fylki og dróg framboð sitt til baka 1. mars. Hann lenti því í fimmta sæti með 2.5% atkvæða. Joe Biden sem að vann tilnefningu flokksins og vann kosningarnar gerði Pete að samgönguráðherra í ríkisstjórn sinni árið 2021. Pete kom til greina sem eitt af sex mögulegum varaforsetaefnum Kamölu Harris í forsetakosningunum 2024.[2]
Tilvísanir
↑„Pete Buttigieg“, Wikipedia (enska), 8. ágúst 2024, sótt 10. ágúst 2024