Pareto-reglan kveður á um að í mörgum útreikningum komi 80% af afleiðingum frá 20% af orsökum. Þetta hefur einnig verið kallað 80/20 reglan.[1][2]
Joseph M. Juran þróaði þetta hugtak í tengslum við gæðastýringu og kenndi við ítalska hagfræðinginn Vilfredo Pareto sem á sinni tíð benti á 80/20 tengingu í riti árið 1896.[3] Í fyrsta riti sínu Cours d'économie politique sýndi Pareto fram á að 80% af landi á Ítalíu væri í eigu 20% af fólksfjölda. Pareto-regla er aðeins lítillega tengt því sem kallast Pareto-hagkvæmni.