Nýja hagkerfið

Nýja hagkerfið er hugtak sem varð vinsælt seint á 10. áratug 20. aldar til að lýsa eins konar straumhvörfum sem verða í þróuðum ríkjum þegar þungamiðja verðmætasköpunar flyst frá iðnaði til þjónustu. Meðal þeirra sem áttu þátt í að skilgreina hugtakið var bandaríski ritstjórinn Kevin Kelly sem gaf út metsölubókina New Rules for a New Economy árið 1998. Lykilstarfsemi fyrirtækja snýst þannig ekki lengur um framleiðslu heldur óefnislegar eignir á borð við vörumerki, vöruskilgreiningar og tækniþekkingu. Aðra hluti sem skipta minna máli á að útvista. Samkvæmt bjartsýnustu höfundum einkenndist þetta nýja hagkerfi af fjárfestingu í upplýsingatækni, mikilli getu til atvinnusköpunar og ónæmi fyrir efnahagssveiflum. Þegar netbólan sprakk um aldamótin 2000 þótti hins vegar sýnt að þessar væntingar stóðust ekki og síðan þá hefur hugtakið stundum verið notað í háði til að lýsa ótímabærri bjartsýni um framtíð efnahagslífsins.

  Þessi hagfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!