Nýbúinn er plata með Íslenska tónlistarmanninum Bubba Morthens og hljómsveitinni Stríð og friður sem kom út þann 8. nóvember 2001. Þetta var ekki bara fyrsta plata Bubba með Stríð og frið, sem samanstendur af Guðmundi Péturssyni, sem var líka í hinni stuttlífu hljómsveit Blóminu, og Pétri Hallgrímssyni á gítar, fyrrverandi meðlim Das Kapital, Jakob Smára Magnússon á bassa, og Arnar Geir Ómarsson á trommum, heldur var þetta síðasta plata Bubba með Eyþóri Gunnarsyni sem upptökustjóra. Eyþóri fannst samt upptökustjóri óþarfur á plötunni.
Þarna voru komnir menn sem vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera og það var ekkert hljómborðssánd í þessu lengur. Ég sat þarna samt og hafði skoðanir en fann að þetta væri komið á sjálfstýringu, þetta var orðið meira Bubbi og band og þá þurfti ekki einhvern til að sitja yfir öllu.
Platan kom út þann 8. nóvember 2001 og varð strax að einhverju leyti umdeild. Til dæmis titillag plötunnar, sem hét það sama og platan, varð umdeilt meðal annars fyrir notkun íslenska fánans í því, en það fór á svig við fánalög. Í laginu andæfir Bubbi rasisma nokkuð kröftuglega. Í viðtali við hann í Morgunblaðinu kemur fram að sumum hafi þótt sem túlka mætti stakar línur sem áróður fyrir rasisma þvert á yfirlýst inntak þess. Myndbandið var, á endanum, tekið úr umferð "til þess að særa hvorki gamla né unga" eins og Bubbi sagði í viðtali við Stöð 2.
Lagalisti
- Nýbúinn
- Hvítir sloppar
- Alltaf einn
- 70 kílóa lúser
- Svartur himinn
- Hann er til
- Tel Aviv
- Á hörðum stól
- Frelsi 76
- Innst inni
- Þú mátt kalla það ást
- Umbúðir