Michael Gerard Tyson (f. 30. júní 1966) er bandarískurhnefaleikari sem keppti á tímabilinu 1985 til 2005. Hann var ósigraður þungavigtarmeistari og var sá yngsti hnefaleikari til að ná þungavigtartitli þegar hann var 20 ára að aldri. Tyson sigraði í fyrstu 19 leikunum sem hann keppti í með rothöggi, þar af tólf í fyrsta slagi.
Árið 1992 var Tyson ákærður fyrir nauðgun og dæmdur í sex ára fangelsi. Hann var leystur úr haldi þremur árum seinna. Árið 1995 byrjaði hann að keppa aftur og vann til titlanna WBC og WBA árið 1996, þar sem hann sigraði Frank Bruno og Bruce Seldon með rothöggum. Sama ár sigraði Evander Holyfield Tyson og hreppti WBA-titilinn.
Árið 2002 keppti Tyson um þungavigtartitilinn aftur 35 ára að aldri en tapaði á móti Lennox Lewis. Tyson settist í helgan stein árið 2006 eftir tap á móti Danny Williams og Kevin McBride. Tyson lýsti yfir gjaldþroti árið 2003 þrátt fyrir að hann hafði grætt yfir 300 milljón bandaríkjadala í launum á starfsferli sínum. Skuldir hans voru taldar ná 23 milljónum bandaríkjadala.