Miðvogur (færeyska: Miðvágur, danska: Midvåg) er þorp á eyjunni Vogum í Færeyjum og hluti af sveitarfélaginu Vogum. Íbúar eru 1.035 (2014). Fiskiðnaður er helsta atvinnugreinin.
Í kirkjugarðinum liggja breskir hermenn sem létust í seinni heimsstyrjöld. Stríðssafn er í bænum. Fornt torfhús, Kálvalíð, er í Miðvogi og er það sennilega frá miðöldum. Í dag er það safn.