Mið-Afríkukeisaradæmið

Skjaldarmerki keisaradæmisins.

Mið-Afríkukeisaradæmið var skammlíf yfirlýst þingbundin konungsstjórn (en í reynd einræði undir herforingjastjórn) í Mið-Afríkulýðveldinu frá 1976 til 1979. Stofnun keisaradæmisins var lýst yfir af forseta landsins, Jean-Bédel Bokassa, sem lét krýna sig „hans keisaralegu hátign“ Bokassa 1. með viðhöfn 4. desember 1977.

Eftir að mótmæli í Bangví höfðu endað með blóðbaði þvarr stuðningur Frakka við stjórn Bokassa. Franskir sérsveitarmenn réðust inn í landið í Barrakúdaaðgerðinni 20. september 1979 og komu fyrrum forseta, David Dacko, aftur til valda. Daginn eftir lýsti Dacko því yfir að keisaradæmið væri aflagt.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!