Eftir að mótmæli í Bangví höfðu endað með blóðbaði þvarr stuðningur Frakka við stjórn Bokassa. Franskir sérsveitarmenn réðust inn í landið í Barrakúdaaðgerðinni20. september 1979 og komu fyrrum forseta, David Dacko, aftur til valda. Daginn eftir lýsti Dacko því yfir að keisaradæmið væri aflagt.