Maður að nafni Emil Jelinek sá um sölu á bílum Gottlieb Daimlers í Frakklandi. Hann átti aftur dóttur sem hét Mercedes. Jelinek hafði keppt í kappakstri og var enn viðriðinn kappakstur. Jelinek snéri á sveif fremsta hönnuðinum sem vann fyrir Daimler, Wilhelm Maybach, til að setja fram línu af 6 kappakstursbílum, sem hann ætlaði að nota í kappakstri í Nice 1899. Þessi lína var fyrst kölluð Daimler Phoenix en Jelinek kallaði hana Mercedes eftir dóttur sinni. Bílarnir unnu allar keppnir og nafnið festist.