Mercedes-Benz

Mercedes-Benz 300Sc Cabriolet frá 1957.

Mercedes-Benz er þýskur bílaframleiðandi í eigu Daimler AG.. Fyrirtækið er elsti bílaframleiðandi heims þar sem rætur þess liggja í fyrsta bílnum sem Karl Benz bjó til árið 1886. Nokkrum mánuðum síðar bjuggu Gottlieb Daimler og Wilhelm Maybach til sinn fyrsta bíl. 1901 hófu þeir framleiðslu á Mercedes-bifreiðum. 1926 sameinuðust fyrirtæki Daimlers og Benz og Mercedes-Benz varð til. Síðari ár hefur fyrirtækið sérhæft sig í framleiðslu lúxusbifreiða, strætisvagna, áætlunarbifreiða og vörubíla.

Maður að nafni Emil Jelinek sá um sölu á bílum Gottlieb Daimlers í Frakklandi. Hann átti aftur dóttur sem hét Mercedes. Jelinek hafði keppt í kappakstri og var enn viðriðinn kappakstur. Jelinek snéri á sveif fremsta hönnuðinum sem vann fyrir Daimler, Wilhelm Maybach, til að setja fram línu af 6 kappakstursbílum, sem hann ætlaði að nota í kappakstri í Nice 1899. Þessi lína var fyrst kölluð Daimler Phoenix en Jelinek kallaði hana Mercedes eftir dóttur sinni. Bílarnir unnu allar keppnir og nafnið festist.





  Þessi bílagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!