McGill-háskóli er ríkisrekinn rannsóknaháskóli í Montréal í Quebec í Kanada. Skólinn er nefndur eftir James McGill, kaupmanni í Montreal sem kom frá Glasgow í Skotlandi en hann gaf stofnfé skólans. McGill-háskóli var stofnaður árið 1821 og er einn af elstu háskólum Kanada.
Tæplega 35 þúsund nemendur stunda nám við skólann. Þar af stunda tæplega níu þúsund nemendur framhaldsnám.