Maury var brautryðjandi á sviði kortlagningu helstu siglingaleiða í heiminum. Hann lauk verki sínu um hafstrauma og vindafar, Wind and Current Chart of the North Atlantic, á byltingarárinu 1848. Í kjölfarið breiddist aðferðafræði hans út um allan heim og leiddi til stórbættra samgangna á sjó. Fyrir vikið var Maury sleginn til riddara í nokkrum evrópskum konungsríkjum, meðal annars veitti Friðrik 7. honum Dannebrogsorðuna.