Lemúrar

Lemúrar
Kattalemúr í Ranomafana-þjóðgarðinum á Madagaskar.
Kattalemúr í Ranomafana-þjóðgarðinum á Madagaskar.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríkið (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Undirflokkur: Legkökuspendýr (Eutheria)
Yfirættbálkur: Euarchonta
Ættbálkur: Prímatar (Primates)
Undirættbálkur: Hálfapar (Strepsirrhini)
Innættbálkur: Lemuriformes
Yfirætt: Lemuroidea
Gray 1821
Útbreiðsla lemúra
Útbreiðsla lemúra

Lemúrar (fræðiheiti: Lemuroidea) eru ein af fimm greinum prímata frá Madagaskar af undirættbálki hálfapa. Lemúrum er stundum líkt við ketti vegna þess sumar tegundir þeirra eru á stærð við kött og gefa frá sér hljóð sem sum minna á mjálm en lengra nær þessi samlíking ekki. Til eru meira en 20 mismunandi tegundir lemúra, en þekktust þeirra er kattalemúrinn.

Einkenni

Lemúrar eru hópdýr þar sem allt að þrjátíu dýr lifa saman. Þrátt fyrir þessa hópamyndun virðist ekki bera á samfélagslegu skipulagi. Lyktin er mikilvægur þáttur í lífi þeirra. Þegar flokkurinn á leið um skóg merkja dýrin tré og aðrar jurtir með því að nudda kirtlum við börkinn. Einnig má nota lyktina sem kirtlarnir gefa frá sér sem árásarvopn. Kvendýrið fæðir að meðaltali einn til tvo unga eftir að hafa gengið með þá í 120 til 140 daga.

Lemúrar lifa að mestu leyti á jurtafæði. Þeir halda sig mest í trjám og griphæfni er mikil. Sumir eru litlu stærri en mýs en aðrir, eins og sífakar, eru á stærð við meðalapakött. Meðallengd lemúra er 32 - 56 sentimetrar án skotts og þyngd þeirra allt frá 0,7 – 5 kg. Skott flestra lemúra er langt og feldurinn mismunandi eftir tegund.

Nokkrar staðreyndir um lemúra

  • Þeir eru með þefkirtla á þremur stöðum; innan á úlnliðnum, rétt við armkrikann og við kynfærin.
  • Karldýrin nota þefkirtlana þegar þeir berjast um hylli kvendýranna og kallast þetta stundum fýluslagur ( e. stink fight).
  • Stóratá lemúrans er tvöfalt lengri en aðrar tær.
  • Orðið lemúr (úr latínu) þýðir draugur og skýrist nafngiftin að nokkru að því lemúrar eru náttdýr.

Flokkun

Ekki eru menn á eitt sáttir um flokkun lemúra en þó er ekki ágreiningur um að núlifandi tegundir deilast í 5 fjölskyldur:

Heimildir

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!