La Liga, (El Campeonato Nacional de Liga de Primera División) La Liga Santander eða Primera División er efsta deild í knattspyrnu á Spáni. 20 lið eru í deildinni og falla 3 lið um deild hvert ár í La Segúnda división.
62 lið hafa keppt í la Liga frá því hún var stofnuð og hafa 9 orðið meistarar. Frá 1990 hafa FC Barcelona (15 titlar) og Real Madrid (10 titlar) nánast einokað meistaratitilinn. Atlético Madrid hefur þó gefið þeim harða samkeppni. Um 27.000 áhorfendur eru að meðaltali á leikjum La Liga (2017-2018) sem gerir það þriðja hæsta áhorfendafjölda í knattspyrnu (á eftir Premier League og Bundesliga) og sjötta hæst í heimi.