La Gomera ein hinna sjö eyja í Kanaríeyjaklasanum utan við strönd Vestur-Afríku í Atlantshafinu og sú næstminnsta. Í miðju eyjarinnar er Garajonay-þjóðgarðurinn en þar er sérstæður lárviðarskógur. Vegna þess hve eyjan er hálend að jafnaði myndast skilyrði fyrir myndun raka og þar með rigningu til að mynda slíkan skóg.