Löggjafarþing heitir það þegar Alþingi kemur fyrst saman hvert ár eftir að fyrra löggjafarþingi er lokið. Þá hefst nýtt löggjafarþing sem vanalega stendur í eitt ár. Hvert slíkt þing skiptist í haust-, vetrar- og vorþing. Haustþingið stendur vanalega frá 2. þriðjudegi septembermánaðar (frá og með árinu 2012)[1] og til jóla, vetrarþingið frá jólum og að dymbilviku, en vorþingið stendur frá dymbilvikunni og fram í maí. Þetta er ekki alltaf svona, en afbrigði koma stundum fram, t.d. vegna kosninga.
Sjá einnig
Heimildir