Í spendýrum með legköku eru kvendýr með tvö kynfæraop: leggöngin og þvagrásina, en karldýr eru eingöngu með þvagrás. Í kynfærum beggja kynja er mikið magn taugaenda, sem gerir það að verkum að kynfærin eru mjög tilfinninganæm. Þægilegt þykir að koma við þau.
Í flestum löndum, einkum íhaldssömum löndum, telst ósæmilegt að bera kynfærin á almannafæri.