Kristjana Stefánsdóttir (f. 25. maí 1968) hefur verið leiðandi tónlistarkona í íslenskri jazztónlist um árabil og verðlaunað tónskáld fyrir leiksýningar og söngleiki. Hún hefur hljóðritað bæði í eigin nafni og kemur reglulega fram í útvarpi, sjónvarpi og á tónleikum, bæði hérlendis og erlendis. Kristjana starfar reglulega með öðru tónlistarfólki ma. Stórsveit Reykjavíkur, Svavari Knút, Ragnheiði Gröndal, Daða Birgissyni, Kjartani Valdemarssyni og Sigurði Flosasyni og auk þess að starfa með sínum eigin böndum.
Nám
2005 Complete Vocal Institute Kaupmannahöfn í Danmörku
- 1 year professional singer course diploma
- Cathrine Sadolin tækni
- 2001 Einkatímar í London, Englandi
- Sigríður Ella Magnúsdóttir tækni
1999-2000 Konunglegi Listaháskólinn í Haag í Hollandi
- BM gráða Cum Laude í Jazzsöng og jazzsöngkennslu
- Rachel Gold jazzsöngur
- Ineke Hijliger jazzssöngur
- Keys Jan de Koning tækni
- Eric Giben jazzspíanó
- 1996-98 Amsterdam/Hilversum Conservatorium
- Gé Titulaer jazzsöngur
- Annett Andriesen tækni
- Tina Schneider jazzspíanó
- 1990-1996 Söngskólinn í Reykjavík 8.stig
- Guðmundur Jónsson tækni
- Elísabet F. Eiríksdóttir tækni
- Ólafur Vignir Albertsson meðleikur og þjálfun
- 1989-1990 Einkatímar
- Sigrún Hjálmtýsdóttir, tækni
Tónlistarferill
Fyrsta geislaplata hennar „Ég verð heima um jólin“ kom út árið 1996. Á þeirri plötu voru gestasöngvarar Páll Óskar Hjálmtýsson og Emilíana Torrini. Síðan þá hefur hún hljóðritað fjölda platna í eigin nafni. Það á meðal hljóðritaði hún 24 íslensk jazzsönglög á plötunni „Hvar er tunglið“ sem kom út árið 2006 og inniheldur tónlist Sigurðar Flosasonar við ljóð Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar.
Hún syngur reglulega með Stórsveit Reykjavíkur og hefur unnið meðal annars með stjórnendunum á borð við Daniel Nolgard og Ole Kock Hansen. Hún hefur haldið tónleika víða erlendis meðal annars í Evrópu, Japan og Bandaríkjunum. Kristjana hefur í seinni tíð unnið meira með frumsamda tónlist og útsetningar auk þess að starfa við upptökustjórn á söng. Kristjana hefur starfað sem tónlistarstjóri og útsetjari fyrir Borgarleikhúsið í nokkur ár.
Kristjana hefur nokkrum sinnum verið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir plötur sínar. Árið 2009 hlaut hún Grímuverðlaunin ásamt kollegum sínum fyrir sýninguna Jesú litla og var einnig tilnefnd til fyrir tónlist sína og söng í sýningunni.
Útgefið efni
Tenglar