Kristinn G. Jóhannsson (f. 1936) er Akureyringur .Nam myndlist á Akureyri, Reykjavík og Edinburgh College of Art. Lauk kennaraprófi 1962 og starfaði síðan við myndlist, skólastjórn og kennslu á Patreksfirði, Ólafsfirði og á Akureyri. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga heima og erlendis og tekið þátt í samsýningum. Síðasta sýning hans var Listasafninu á Akureyri 2022- 2023. Hann hefur myndskreytt bækur m.a. "Nonnabækur" í nýrri útgáfu og einnig þjóðsögur auk ljóðabóka og bóka af fjölbreyttum toga. Hann fékk viðurkenningu úr "Bókasafnssjóði höfunda" árið 2003.