Konungar Aragón og Spánar (frá 1479) ríktu yfir konungsríkinu sem í reynd náði bara yfir Sardiníu. Við lok Spænska erfðastríðsins1713 fékk hertoginn yfir Savoja, Viktor Amadeus 2., yfirráð yfir Sikiley. Spánn reyndi að leggja aftur aftur undir sig eyjarnar 1720 sem lauk með ósigri og friðarsamningum í Haag þar sem Viktor Amadeus fékk Sardiníu í skiptum fyrir Sikiley sem Austurríska keisaradæmið fékk. Konungsríkið Sardinía var síðan konungsríki Savojaættarinnar þar til við sameiningu Ítalíu að ákveðið var að Ítalía yrði konungsríki og óskað eftir því að konungur Sardiníu gerðist konungur Ítalíu.