Eftir Spænska erfðastríðið snemma á 18. öld fékk hið Heilaga rómverska ríki Napólí í sinn hlut en í Pólska erfðastríðinu1734 lögðu Spánverjar ríkið aftur undir sig. Karl af Parma varð konungur en þegar hann erfði spænsku krúnuna 1759 lét hann yngri syni sínum, Ferdinand, ríkið eftir. Ferdinand var af ætt Búrbóna og barðist gegn Napóleoni í Frönsku byltingarstríðunum. Napóleon lagði ríkið undir sig 1806 og Ferdinand flúði til Sikileyjar þar sem honum tókst að verjast innrásum Joachim Murat sem Napóleon hafði gert að konungi í Napólí. Eftir seinni ósigur Napóleons steyptu Austurríkismenn Murat af stóli og endurreistu Ferdinand. Árið eftir var ákveðið að sameina konungsríkin tvö sem höfðu þá verið í konungssambandi um aldir.
Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!