Knattspyrnufélagið Týr var stofnað 1. maí 1921. Voru stofnendur félagsins 45 talsins og voru nærri því allir innan við tvítugt. Meðal stofenda voru Gunnar Ólafsson kaupmaður og útgerðarmaður, Binni í Gröf, Gísli J. Johnsen, Ísleikur Jónsson á vörubílastöðinni, Einar Sigurðsson (ríki), Friðrik Jesson.
Aðdragandinn að stofnun Týs var sá að árið 1920 voru bæði Þór og KV illa stödd fjárhagslega. Nokkrir strákar á 18. og 19. ári sem höfðu takmarkaðan aðgang að tuðrum innan félagana, ákváðu þeir því að fjárfesta nokkrir saman í bolta, þeir höfðu reynt að fá þessu breytt og buðu fram Jóhann Gunnar Ólafsson í stjórn KV. Það gekk ekki og stofnuðu því Tý samhliða fjárfestingu sinni í tuðrunni.
Stofnendur Týs sem allir voru ungir að árum höfðu það einnig sameiginlegt að vera óánægðir með að mæta afgangi þegar skipt var í lið á æfingum.[1]
- 1921-1923 Jóhann Gunnar Ólafsson
- 1924-1928 Friðrik Jesson
- 1929 Gísli Finnsson
- 1930-1932 Friðrik Jesson
- 1933-1934 Þórarinn Guðmundsson
- 1935 Karl Jónsson
- 1936-1940 Þórarinn Guðmundsson
- 1941-1948 Martin Tómasson
- 1949-1950 Jón Scheving
- 1951-1953 Karl Jónsson
|
- 1954 Vigfús Ólafsson
- 1955-1956 Eiríkur Guðnason
- 1957 Marteinn Guðjónsson
- 1958-1959 Eggert Sigurlásson
- 1960 Guðjón Magnússon
- 1961-1963 Eggert Sigurlásson
- 1964-1965 Reynir Guðsteinsson
- 1966 Guðmundur Þórarinsson
- 1967 Gunnar Jónsson
- 1968 Eggert Sigurlásson
|
- 1969 Stula Þorgeirsson
- 1970 Gylfi Sigurjónsson
- 1971-1973 Eggert Sigurlásson
- 1974-1977 Guðmundur Þ.B. Ólafsson
- 1978 Þorsteinn Jónsson
- 1979 Snorri Jónsson
- 1980 Ágúst Bergsson
- 1981-1982 Ellý Gísladóttir
- 1983 Rafn Pálsson
- 1984-1988 Birgir Guðjónsson
|
- 1989-1991 Birgir Sveinsson
- 1992 Helgi Sigurlásson
- 1993-1994 Ólafur Týr Guðjónsson
- 1995-1996 Helgi Sigurlásson
|
Tilvísanir