Kildinsamíska

Kildinsamíska
самь кӣлл
Málsvæði Rússland í Lovozero
Heimshluti Kólaskagi
Fjöldi málhafa 753
Sæti ekki með efstu 100
Ætt úrölsk mál

 finnsk-úgrísk mál
  finnsk-permísk mál
   finnsk-volgaísk mál
    finnsk-lappnesk mál
     samíska
      austursamísk mál        kildinsamíska

Skrifletur Kýrillískt stafróf
Opinber staða
Opinbert
tungumál
-
Stýrt af -
Tungumálakóðar
ISO 639-2 smi
SIL SJD
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.

Kildinsamíska (kildinsamíska: самь кӣлл sam' kíl) er finnsk-úgrískt og samískt tungumál sem er talað í Rússlandi í Kólaskaga sem liggur í norðvestur Rússlandi. [1] Kildinsamíska er aðallega töluð í borginni Lovozero, sem er höfuðborg rússneska Lapplands. Í Lovozero kallar fólkið kildinsamísku einfaldlega „samísku“ eða „samíska tungumálið“. Um þessar mundir eiga aðeins 753 manns kildinsamísku að móðurmáli, en fleiri kunna tungumálið sem annað tungumál (og móðurmálið þá rússneska).

Kildinsamíska er eitt af þremum austursamískum tungumálum sem er skrifað í kýrillíska stafrófinu. Hún hefur líka bókstafi sem eru bara notaðir í kildinsamísku, til dæmis bókstafurinn „Ҍ ҍ“

Stafróf

А а Ӓ ӓ Б б В в Г г Д д Е е Ё ё
Ж ж З з ' (Һ һ) И и Й й Ҋ ҋ (Ј ј)
К к Л л Ӆ ӆ М м Ӎ ӎ Н н Ӊ ӊ Ӈ ӈ
О о П п Р р Ҏ ҏ С с Т т У у Ф ф
Х х Ц ц Ч ч Ш ш Щ щ Ъ ъ Ы ы
Ь ь Ҍ ҍ Э э Ӭ ӭ Ю ю Я я


Málnotkun

Orðasambönd

Самь килл Íslenska
Тиррв Halló
Куэдсалле тирвень Bless
Мунн нэмм ли Аннҍ Ég heiti Anna
Коххт ялак? Hvað segirðu gott?
Шигтенне, пассьпе, я тонн? Ég segi bara fínt, takk, en þú?
Пассьпе Þakka þér fyrir
Мунн эмм тйдҍ Ég veit það ekki
Мунн эмм оантша Ég skil ekki
Оантшах? Skilurðu?
Манҍтэ ли тон телфон номер? Hvað er símanúmerið þitt?
Соагкнэххьк Orðaforði
Поаррькпейв Dagar vikunnar
вуссоарк mánudagur
нымьпоаррк þriðjudagur
куалмантпеййв miðvikudagur
няльянтпеййв fimmtudagur
выдантпеййв / петнэц föstudagur
суветҍ laugardagur
пассьпеййв sunnudagur
Манн Mánuðir
одтыгьманн janúar
порркманн febrúar
нюххчманн mars
куньтхемьманн apríl
кыдтманн maí
кессьманн júní
суйнманн júlí
поаррькманн ágúst
чеххчманн september
рэгкэмманн október
иӈӈманн november
талльвманн desember

Töluorð

Самь килл Íslenska
оххтэ einn
куххт tveir
коллм þrír
нелльй fjórir
выдт fimm
кудт sex
кыджемь sjö
каххц átta
аххц níu
лоагкь tíu

Málfræði

Föll

Fornöfn

Þessi listi er af fornöfnum í nefnifalli. Fornöfn í kildinsamísku eru mjög svípuð fornöfnum í öðrum samískum tungumálum.

  Kildinsamíska Íslenska
Fyrsta persóna (eintal) мунн ég
Önnur persóna (eintal) тонн þú
Þriðja persóna (eintal) сонн hann, hún
Fyrsta persóna (fleirital) мыйй við
Önnur persóna (fleirital) тыйй þið
Þriðja persóna (fleirital) сыйй þeir, þær, þau

Sjá einnig

Heimildir

  1. Куруч, Римма Дмитриевна. Краткий грамматийческий очерк Саамского языка. Moskva og Apatitý: Русский язык, 1985.

Tenglar

  Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!