San Antonio Spurs Toronto Raptors Los Angeles Clippers
1 Meistaraflokksferill.
Kawhi Anthony Leonard (fæddur 29. júní, 1991) er bandarískur körfuknattleiksmaður sem spilar fyrir Los Angeles Clippers í NBA-deildinni.
Leonard hóf ferilinn í NBA með San Antonio Spurs 2011 og vann deildartitil með liðinu 2014 og var valinn MVP í úrslitunum. Hann spilaði eitt tímabil með Toronto Raptors og vann fyrsta deildartitil félagsins árið 2019 og var aftur valinn MVP aftur í úrslitum. Leonard skoraði 732 stig í úrslitakeppninni 2019 sem er það þriðja hæsta í sögunni ( Eftir LeBron James (748, 2018) og Michael Jordan (759, 1992).
Leonard hefur 4 sinnum verið valinn í stjörnuliðið og tvisvar verið valinn varnarmaður ársins; 2014-15 og 2015-16. Hann er nefndur Klóin ("Claw" eða "Klaw") en hendur hans eru óvenjulega stórar miðað við líkamsstærð.