Katla María - Syngur spænsk barnalög er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1979. Á henni syngur Katla María spænsk barnalög við íslenska texta eftir Guðmund Guðmundsson. Útsetningar og hljómsveitarstjórn Ólafur Gaukur. Hljóðritun: Tóntækni hf. Tæknimaður Sigurður Árnason. Hljóðblöndun: Sigurður Árnason og Ólafur Gaukur. Hönnun umslags: SG. Ljósmynd: Gerardo Hausman. Textasetning: Blik hf. Prentun: Grafík hf.
Lagalisti
Prúðuleikararnir - Lag - texti: F.Arbex - Guðmundur Guðmundsson
Farfuglar - Lag - texti: H.Blanco - Guðmundur Guðmundsson
Einn, tveir, þrír - Lag - texti: Spænskt alþýðulag — Guðmundur Guðmundsson
Áramót - Lag - texti: A.Garrido/J.Torregros — Guðmundur Guðmundsson
Helgarfrí - Lag - texti: Spænskt alþýðulag — Guðmundur Guðmundsson
Við syngjum og tröllum - Lag - texti: Spænskt alþýðulag — Guðmundur Guðmundsson
El Patio De Mi Casa - Lag - texti: Spænskt alþýðulag — Guðmundur Guðmundsson
Það er alveg satt - Lag - texti: Spænskt alþýðulag — Guðmundur Guðmundsson
Draumurinn - Lag - texti: Spænskt alþýðulag — Guðmundur Guðmundsson
Álfabyggð - Lag - texti: A.Garrido/J.Torregros — Guðmundur Guðmundsson
Jafnframt leikur Áskell Másson á ásláttarhljóðfæri í lögum 2 og 5 á A hlið og 1, 3 og 5 á B hlið og Jón Sigurbjörnsson á flautu í lögum 3 og 5 á A hlið og 2 og 4 á B hlið.