Karþagó

Rústir Karþagóborgar. En þessar rústir eru frá endurbyggingu borgarinar er Sesar og fleiri komu í verk

Karþagó (úr fönísku: QRT HDŠT, með sérhljóðum: Qart-Hadasht, „Nýjaborg“) var borg í Norður-Afríku austan megin við Túnisvatn beint á móti borginni Túnis. Hún var stofnuð um 814 f.Kr. af Föníkum (Púnverjum) en íbúar Karþagó eru einmitt nefndir Púnverjar.

Borgin varð miðstöð verslunar við Miðjarðarhafið á 6. öld f.Kr. og lenti því á móti fyrst Forngrikkjum í Sikileyjarstríðunum á 5. og 4. öld f.Kr. og síðan Rómverjum í púnversku stríðunum á 3. og 2. öld f.Kr. Þriðja púnverska stríðið endaði með því að borgin beið algeran ósigur og Rómverjar lögðu hana í rúst. Á síðari hluta 2. aldar e.Kr. óx hún sem höfuðstaður rómverska skattlandsins Afríku. Borgin varð síðan hluti af veldi Býsans þar til hún féll fyrir arabískum innrásarherjum undir lok 7. aldar.

Tenglar

  Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!