Kangxi tók við völdum aðeins sjö ára gamall og framan af var stjórnin í höndum fjögurra fjárhaldsmanna og keisaraekkjunnar Xiaozhuang. Ríkisár Kangxis einkenndust af friði að mestu eftir áratugalangar borgarastyrjaldir. Hann vann sigur á Lénsveldunum þremur, útlagastjórn sjóræningjans Zheng Jing á Tævan og Rússaveldi í norðvestri þar sem Kína stækkaði landamæri sín svo þau náðu yfir það sem í dag nefnist Mongólía.