Kári lærði læknisfræði við Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 1976. Hann fékk doktorsgráðu frá háskólanum 1986. Hann lærði sérgreinalækningar við Háskólann í Chicago þar sem hann lærði taugalækningar, taugameinalækningar, og taugavísindi, og starfaði hjá læknadeild háskólans frá 1983 til 1993. Hann var prófessor við Harvard-háskóla frá 1993 til 1997 og yfirlæknir taugameinalækninga við Beth Israel-sjúkrahúsið í Boston frá 1993 til 1996.[2]
Íslensk erfðagreining
Kári stofnaði líftæknifyrirtækið Íslenska erfðagreiningu árið 1996 og er forstjóri þess og stjórnarformaður. Yfir 175.000 Íslendingar hafa tekið þátt í rannsóknum fyrirtækisins með því að gefa lífsýni. Lífsýnin eru erfðagreind og þannig er reynt að finna þá erfðabreytileika sem tengjast sjúkdómum.
Bandaríska lyfjafyrirtækið Amgen keypti Íslenska erfðagreiningu árið 2012.
Tilvísanir
↑Læknar á Íslandi. Útgáfufyrirtækið Þjóðsaga, 2000. Gunnlaugur Haraldsson ritstýrði.