JóiPé × Króli |
---|
Ár | 2017 – í dag |
---|
Útgáfufyrirtæki | Sony Music Iceland |
---|
|
Meðlimir | JóiPé (Jóhannes Damian Patreksson, f. 2. okt. 2000) Króli (Kristinn Óli Sigrúnarson Haraldsson, f. 2. nóv. 1999) |
---|
JóiPé og Króli eru íslenskt hipphopp-tvíeyki. Þeir náðu talsverðum vinsældum fyrir slagarann B.O.B.A. árið 2017.[1] Breiðskífa þeirra Afsakið hlé var mest selda plata ársins 2018 á Íslandi,[2] þeir fluttu svo lokalag áramótaskaupsins 2018. Tvíeykið er úr Garðabæ og Hafnarfirði.[3]
JóPé og Króli hættu saman tímabundið árið 2022 þegar Króli ákvað að einbeita sér að leiklistinni en árið 2024 sneru þeir aftur saman og gáfu út stuttskífuna SCANDIPAIN vol. 1 ásamt danska tónlistarmanninum Ussel.[4][5]
Útgefið efni
Breiðskífur
- Ananas (2017)
- Gerviglingur (2017)
- 22:40-08:16 (2018)
- Afsakið Hlé (2018)
- Í miðjum kjarnorkuvetri (2020)
Stuttskífur
Smáskífur
- O shit (2017)
- Tveir Koddar (2019)
- Geimvera (2020)
Tilvísanir