Julia (forritunarmál)

Julia er afkastamikið æðra (e. high-level) forritunarmál, sem er líka ætlað að vera auðvelt (var talið mótsagnakennt markmið áður fyrir kvik mál), upphaflega gert með forritun fyrir vísindi í huga (eða fyrir sömu notkun og MATLAB, sem er keimlíkt mál), en er almennt mál líkt og t.d. Python, er hægt að nota fyrir verkefni frá t.d. vefþróun upp í að byggja gervigreind.

Að skrifa forrit í Julia tekur styttri tíma en á sumum öðrum málum, og er kóðinn styttri, svipaður að lengd og Python kóði, en getur verið jafn hraður og C eða C++ (ef forðast er að falla í ákveðnar þekktar gildrur sem útskýrðar eru í handbókinni).

Framúrskarandi (e. state-of-the-art) hugbúnaður hefur þegar verið skrifaður á Júlíu, því það er talið auðveldara í Julia en í öðrum málum, s.s. C++.

Julia var hönnuð til að óvenju auðvelt væri að vinna með öðrum forritunarmálum, þ.e. njóta góðs af kóða sem þegar er skrifaður á öðrum málum, eða "endurnýta" (e. reuse) kóðann sem þegar hefur verið skrifaður í t.d. C. Mjög auðvelt er að endurnýta Python kóða, og kalla á (án overhead). Líka auðvelt að kalla á R og Java eða t.d. Scala.

Eins er hægt að nota mörg mál, t.d. Python, R (eða Java, MATLAB) og kalla yfir í Julia, til að endurnýta Julia forritasöfn (sem sum eru á heimsmælikvarða, t.d. SciML safnið með DifferentialEquations.jl pakkanum).

Julia sótti innblástur frá öðrum forritunarmálum eins og Python, MATLAB, R, Ruby, Perl, Mathematica, Lisp og C.

Julia er að fullu studd á Windows, macOS og Linux. Keyrir líka á FreeBSD og Raspberry Pi tölvunni, þ.e. Julia er studd í Raspbian.

Tæknilegar upplýsingar

Julia styður að kalla á forritasöfn skrifuð í C (og líka t.d. Fortran eða Rust) án límkóða (e. glue code), þ.e. með lykilorðinu (e. keyword) ccall. En líka er hægt án mikillar fyrirhafnar að kalla á til t.d. C++, Python, Java, MATLAB og R með hjálp viðeigandi Julia forritasafna, og líka er hægt að nota þau mál og kalla yfir í Julia, til að endurnýta Julia forritasöfn.

Tenglar

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!