Journal des sçavans

Titilsíða fyrsta tölublaðs Journal des sçavans.

Journal des sçavans (um stutt skeið kallað Journal des savants) var franskt bókmennta- og vísindatímarit sem franski rithöfundurinn Denis de Sallo stofnaði árið 1665. Fyrsta tölublaðið kom út 5. janúar. Tímaritið er þannig elsta vísindatímarit Evrópu en enska vísindatímaritið Philosophical Transactions of the Royal Society of London kom fyrst út 6. mars þetta sama ár.

Útgáfa tímaritsins lagðist af í Frönsku byltingunni 1792. Um stutt skeið árið 1797 kom það út með nýja titlinum Journal des savants. Regluleg útgáfa með þeim titli hófst hins vegar ekki fyrr en árið 1816 en þá var tímaritið orðið hreinræktað bókmenntatímarit fremur en vísindatímarit.

Tenglar

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!