Jon Gunnar Jørgensen (f. 29. apríl 1953) er prófessor í norrænni textafræði við Háskólann í Osló, og hefur m.a. fengist við rannsóknir á konungasögum, ekki síst handritinu Kringlu.
Hann hlaut doktorsnafnbót árið 2000 með ritgerðinni: Det tapte håndskriftet Kringla og Ynglinga saga etter Kringla – (um doktorsvörnina)[1].
Hann vann áfram að þessu verkefni og gaf út á vegum Árnasafns í Kaupmannahöfn bókina: The lost Vellum Kringla, Kbh. 2007. — Bibliotheca Arnamagnæana 45.
Hann er ritstjóri tímaritsins Maal og Minne og er formaður Kjeldeskriftkommisjonen.
Jon Gunnar Jørgensen var árið 2017 sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar í opinberri heimsókn forseta Íslands til Noregs.
Heimildir
Tenglar
Heimildir
- ↑ (um doktorsvörnina) Geymt 24 október 2015 í Wayback Machine