Johns Hopkins-háskóli (enskaJohns Hopkins University) er einkarekinn rannsóknarháskóli í Baltimore í Maryland í Bandaríkjunum. Johns Hopkins var stofnaður árið 1876 og var fyrsti háskólinn í Bandaríkjunum sem tók sér þýska rannsóknarháskóla sem fyrirmynd og lagði megináherslu á rannsóknir. Skólinn er einkum rómaður fyrir læknaskóla sinn.
Skólinn er nefndur eftir Johns Hopkins, sem lagði 7 milljónir bandaríkjadala til stofnunar skólans í erfðaskrá sinni árið 1873. Einkunnarorð skólans eru Veritas vos liberabit („Sannleikurinn mun frelsa ykkur“).