John Robert „Joe“ Cocker (20. maí1944 – 22. desember2014)[1][2] var enskur rokk og blússöngvari. Hann varð frægur upp úr 1960 og þekktur fyrir sína rámu rödd og spasmakendar hreifingar á sviði. Þekktastur á þeim tíma var hann fyrir að taka lög eftir aðra eins og Bítlana sem dæmi en fluttningur hans á lagi þeirra, With A Little Help From My Friends gerðu hann heimsfrægan og kom honum á topp vinsældarlista. Það voru ballöður sem hann hlaut mesta viðurkenningu fyrir eins You Are So Beautiful og titillag stórmyndarinnar An Officer And A Gentleman, Up Where We Belong en það lag flutti hann ásamt Jennifer Warnes og hlutu þau Grammy-verðlaun fyrir.
Hann hafði lengi barist við lungnakrabbamein og dó af því, 70 ára gamall, þann 22. desember 2014. Þrátt fyrir langvarandi veikindi hélt hann áfram að koma fram og hljóðrita nýtt efni og fór síðasta plata hans á topp Þýska vinsældarlistans. Síðustu tónleika sína hélt hann á Hammersmith, London í júní 2014.[3]