Sagt er að synir hans hafi haldið föður sínum veglegustu erfidrykkju sem haldin hefur verið á Íslandi og þar hafi verið tólf hundruð boðsgestir og allir virðingarmenn leystir út með gjöfum.[3] Í Landnámu segir einnig frá því að Hjaltasynir fóru vestur á Þorskafjarðarþing en þegar þeir gengu til þings voru þeir svo glæsilega búnir að menn héldu að sjálfir Æsir væru þar á ferð.[4]
Sonarsonur Hjalta var Þorbjörn öngull, banamaður Grettis.[5]