Hjúkrunarskóli Íslands

Hjúkrunarskóli Íslands var íslenskur skóli sem tók til starfa árið 1933 og lagðist af árið 1986.

Á árunum 1910-1920 lagði á annan tug kvenna leið sína til útlanda til þess að nema hjúkrun. Félag íslenskra hjúkrunarkvenna var stofnað árið 1919 í þeim tilgangi að auðvelda nám í hjúkrun. Félagið beitti sér fyrir því og skipulagði tveggja ára undirbúningsnám í hjúkrun í samstarfi við þau sjúkrahús sem höfðu á að skipa menntuðum yfirhjúkrunarkonum og átján mánaða viðbótarnám í Danmörku og Noregi þar sem nemarnir voru í 8 mánuði á lyflækningadeild, 8 mánuði á handlækningadeild og 2 mánuði á fæðingardeild. Undirbúningsnámið fór fram að Vífilsstöðum, Laugarnesi og Kleppi, í Farsóttarsjúkrahúsinu í Reykjavík og á sjúkrahúsunum á Akureyri, Ísafirði og í Vestmannaeyjum. Skortur var á hjúkrunarkonum og félagið lagði áherslu á að úr honum yrði bætt áður en Landspítalinn tæki starfa og stefnt var að því að þá yrði námið flutt heim að fullu.

Nám í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands hófst árið 1973 en fram til ársins 1986 var einnig nám í hjúkrun við Hjúkrunarskóla Íslands [1].

Heimildir

Lýður Björnsson: Saga Hjúkrunarskóla Íslands 1931-1986. (Reykjavík, 1990)

Tilvísanir

  1. Saga hjúkrunarfræðideildarHiis, skoðað 10. nóv, 2018.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!